Tímabundið verkfall hófst í Garðaskóla morgun, 25. nóvember 2024.
Allir kennarar og deildarstjórar skólans eru í verkfalli, en Jóhann Skagfjörð skólastjóri ásamt starfsmönnum sem ekki eru félagsmenn í KÍ eru að störfum í skólanum.
Þrátt fyrir að skólinn sé lokaður verður félagsmiðstöðin Garðalundur með hefðbundna opnun, bæði yfir daginn og á kvöldinn.
Þau John og Peta (forstöðumaður og aðstoðarforstöðumaður) verða með opið inn til sín á daginn, eins og þau gera ávallt á skólatíma, og geta nemendur kíkt í heimsókn til þeirra á daginn. Kvöldstarfið verður svo með hefðbundnu sniði. Hægt er að skoða dagskrá Garðalundar á heimasíðunni þeirra, www.gardalundur.is.
Foreldrar og forráðafólk er beðið um fylgjast vel með fréttum af framvindu samningaviðræðna.