Í hjarta Garðatorgs stendur Yogavitund, einstaklega falleg og notaleg jógastöð þar sem friðsæld og vellíðan mætast. Stöðin, sem er ástríðuverkefni Önnu Maríu Sigurðardóttur jógakennara og eigandi, býður upp á fjölbreytta tíma sem henta öllum, óháð reynslu eða líkamsgetu. Hvort sem þú ert að stíga þín fyrstu skref í jóga eða leitar að dýpri tengingu við sjálfan þig, finnur þú skjól og innblástur í Yogavitund.
Rétt um eitt ár er liðið síðan Anna María opnaði stöðina og hún segist varla trúa því að eitt ár sé liðið síðan stöðina opnaði. ,,Tíminn hefur liðið ótrúlega hratt, ég trúi varla að það sé rúmlega ár liðið, en það hefur verið svo ótrúlega gaman hjá okkur og ég er svo þákklát fyrir viðtökurnar sem við höfum fengið. Það er nefnilega svo gefandi og dásamlegt þegar við heyrum viðskiptavini okkar hrósa okkur, bæði starfsfólkinu og aðstöðunni,” segir hún brosandi. ,,Jóga er ekki aðeins líkamleg æfing heldur djúp og nærandi leið til að tengjast sjálfum sér andlega. Með jóga lærum við að styrkja líkamann, róa huga og sál og endurheimta jafnvægi í amstri dagsins. Í Yogavitund er lögð áhersla á að skapa umhverfi þar sem allir geta fundið sína eigin leið að innri ró og vellíðan, með aðstoð reynslumikilla kennara og hlýlegrar stemmingar. Þá gefa sér margir tíma til að setjast aðeins niður í notalegu umhverfi eftir tíma, fá sér te og spjalla saman,” segir Anna María.
Ein besta ákvörðun sem ég hef tekið
,,Að stunda jóga er það sem nærir mig alla daga, líkama og sál og er ein besta ákvörðun sem ég hef tekið. Eins og ég hef sagt áður að þá ætla ég aldrei að hætta að stunda jóga því það nærir mig daglega. Ég ætla verða eldgömul sem jógakennari eða allavega stunda jógaiðkun út lífið,” segir hún brosandi.
Anna María segir að stöðin og jógakennararnir leggi mikla áherslu á jógaiðkun sé fyrir alla aldurshópa og hlúið er að hverjum einstaklingi á hans forsendum því við erum öll mismunandi. ,,Það eru til svo ótal margar útfærslur af jóga svo það ætti hver og einn að finna eitthvað við sitt hæfi hjá okkur enda fjölbreytt námskeið í boði.”
30% afsláttur af öllum kortum og námskeiðum út desember
Yogavitund býður upp á 30% jólaafslátt út desember. Það er því um að gera að nýta sér þetta einstaka tilboð og fjárfesta í heilsunni fyrir þig og þína nánustu, en afslátturinnn gildir af öllum kortum og námskeiðum sem byrja í janúar. ,,Við bjóðum einnig uppá virkilega falleg gjafabréf sem henta vel í jólapakkann og ekki verra að nýta sér þennan góða afslátt,” segir hún, en námskeið í janúar hentar öllum aldri og getu.
Byrjendanámskeið í jóga eru:
Krakkajóga
Stólajóga
Hugsanlega verður líka boðið upp á námskeið fyrir táknmálsfólk/döff þar sem síðasta námskeið gekk svo vel.
Fjölbreyttir tímar og námskeið eru í boði fyrir allan aldur og öll getustig.
- Heitt jógaflæði (vinyasa) með góðum teygjum
- Rólegra yogaflæði (vinyasa) með mun lægra hitastigi í salnum.
- Power yoga hratt jóga skemmtilegt og þú brennir helling af hitaeiningum í þeim tíma
- Yin yoga sem eru teygjur og hugleiðsla sem hentar öllum svo það er svo mikilvægt að teygja vel á líkamanum okkar þegar því við erum að eldast og fyrir yngri kynslóðina sem er í mikilli kyrrsetu og tala nú ekki um símana og tölvur sem hafa mikil áhrif á styrðleika barnana okkar.
- Yoga nidra hugleiðsla með með tónheilun eru virkilega vel sóttir tímar hjá okkur. viðskiptavinir ná að núllstilla sig frá öllu amstri og því sem hrjáir hvern og einn
- Bandvefslosun notað eru boltar og sogæðakerfið okkar og bandvefur eru nuddaður með boltunum
- Krakkajóga
- Unglinga yoga
- jóga fyrir 50 ára og eldri þeir tímar er mjög vinsælir með Jönu tímarnir eru opnir og allir eru velkomnir.
- Stóla jóga
Anna María segir að inn á milli sé boðið upp á fróðlega og skemmtilega viðburði.
Infrarauðir hitalampar
,,Við hitum upp salinn með infrarauðum hitalampa sem voru fluttir inn frá Bandaríkjunum. Þessir hitalampar eru líka mjög góðir fyrir líkamann okkar. Hitastigið er svo alltaf mismunandi eftir tímum,” segir Anna María og bætir við: ,,Regluleg jóga iðkun er frábær gegn kvíða, depurð og þunglyndi. Við erum með yndislega kennarar sem deila reynslu sinni og þekkingu. Þá eru búningsklefar og sturtur á staðnum og allt það sem viðskipavinir þurfa í jógatímann.”
Upplifðu kraftinn sem liggur í hreyfingu, öndun og núvitund
,,Komdu og upplifðu kraftinn sem liggur í hreyfingu, öndun og núvitund. Í Yogavitund er öll áhersla á að þú fáir að vera nákvæmlega eins og þú ert – og um leið uppgötva þann styrk sem býr innra með þér,” segir Annar María að lokum, en hægt er að fá allar nánari upplýsingar um námskeiðin og fleira á: yogavitund.is
Einnig er hægt að fylgjast með á Facebook og Instagram.
Ef það vakna einhverjar spurningar þá er líka hægt að senda spurningar á: [email protected] eða hringja í síma 556-4222
Svo er bara um að taka fyrsta skrefið en Yogavitund býður upp á frían prufutíma.