Uppbygging mannlífsmiðstöðvar skáta á Álftanesi

Halldór Valberg Skúlason, félagsforingi Skátafélagsins Svana og Jónatan Smári Svavarsson, verkfræðingur og skáti, mættu á síðasta fund íþrótta- og tómstundaráðs þar sem þeir fóru yfir starf félagsins á Álftanesi og hugmyndir þeirra að „Mannlífsmiðstöð skáta á Álftanesi“.

Skátarnir vilja hafa jákvæð áhrif á einstaklinga í óvægnum heimi

Skátafélagið er í dag með aðstöðu á Bjarnastöðum en um 100 skátar á aldrinum 8 til 25 ára eru í félaginu. Gerðu þeir grein fyrir þeirri sýn skátanna að hafa jákvæð áhrif á einstaklinga í óvægnum heimi og hjálpa þeim að þroskast með því að fá ábyrgð og takast á við ögrandi verkefni í góðum hópi.

Breytt þjóðfélag kallar á breyttar áherslur

Jafnframt gerðu þeir grein fyrir þeirri skoðun sinni að breytt þjóðfélag kalli á breyttar áherslur í skátastarfi og samstarf við aðra hópa óháð aldri.

Hugmyndir Skátafélagsins varðandi Mannlífsmiðstöðina er að hún verði staðsett vestan við íþróttavöllinn við Breiðumýri á sama stað og skátarnir höfðu áður aðstöðu. Horfa þeir til þess að um verði að ræða 300 -500 fm hús en þarfagreining og forhönnun mun leiða ljós endanlega stærð.

Áætlun þeirra varðandi kostnað við undirbúning Mannlífsmiðstöðvar sem felst í þarfagreiningu, aðlögun á nærumhverfi, samtali við hagaðila, jarðvegskannanir, arkitekta- og verkfræðitekningar áamt verkefnastjórn hljóðar upp á 35-45 milljónir.

ÍTG lýsti yfir ánægju sinni með áherslur Skátafélagsins Svana og lagði til að málið verði skoðað nánar m.a. með tilliti til fjármögnunar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins