Unnið verður að sorphirðu í Garðabæ dagana 27.-31. desember samkvæmt uppfærðu sorphirðudagatali fyrir desember, sorphirðudagatal má nálgast hérna.
Sorphirða fer þá fram yfir dagana 16.-20. desember og einnig dagana á milli jóla og nýárs.
Jólahátíðinni fylgir jafnan mikið af umbúðum og sorpi sem fylla tunnurnar fljótt. Íbúar eru hvattir til að flokka vel og nýta grenndargáma eða endurvinnslustöðvar Sorpu þegar þar á við, t.d. þegar um stórar umbúðir er að ræða.
Svo minnum við auðvitað á mikilvægi þess að ganga vel frá sorpi ofan í tunnur og huga að snjómokstri í kringum sorpgeymslur til að tryggja að hægt sé að sinna sorphirðu með góðu móti.