Nokkrir nemendur í 10. bekk Sjálandsskóla tóku þátt í keppninni Ungt umhverfisfréttafólk. Keppnin er á vegum Landverndar og er markmið hennar að fá ungt fólk til að kynna sér umhverf-ismál og miðla upplýsingum til almennings.
Nemendurnir stóðu sig frábærlega en tvö lið úr Sjálandsskóla unnu til verðlauna í ár. Þeir Gunnar Mogensen, Egill Dofri Agnarsson og Viktor Ágúst Kristinsson náðu öðru sæti í flokknum ,,Umhverfisfréttafólk“ með verkefni sem heitir Grenndargámar í Garðabæ. Þar skoðuðu þeir sérstaklega grenndargáma í nágrenni skólans og sendu skilaboð til samfélagsins um bætta umgengni.
Einar Birgir Einarsson vann til verðlauna í flokknum ,,Val unga fólksins“ með myndbandið Plast í umhverfinu og hvað erum við að gera í því. Þar kynnti hann áhorfendum vandann sem samfélög standa frammi fyrir vegna plasts í umhverfinu og hvernig við getum tekist á við hann.
Mynd: Flottir drengir! Frá vinstri: Einar Birgir Einarsson, Arngerður Jónsdóttir (kennari), Egill Dofri Agnarsson, Viktor Ágúst Kristinsson og Gunnar Mogensen