Undanfarna daga og vikur höfum við fundið fyrir auknum umferðarþunga um allt höfuðborgarsvæðið og ekki bætir færðin, og eftir atvikum, óhöpp aðstæðurnar.
Garðabær vill taka það fram að undirbúningur að opnun á Flóttamannaveg er í fullum gangi og Garðabær hefur þrýst mjög á Vegagerðina á úrbætur og að þær hefjist sem allra fyrst.
Þessi mál voru meðal annars rædd á íbúafundi í október en frá þeim tíma hefur einnig margt áunnist og áætlun er komin af stað.
Staðan nú er:
- Opnun út á Flóttamannaveg er í hönnun. Líkur eru á því að fyrst verði opnað út á Urriðaholtsstræti og svo Holtsveg. Einnig er verið að skoða veglínu (það er að segja legu vegarins) til að gera hann öruggari.
- Undirgöng verða útbúin undir Flóttamannaveg og að Golfklúbbnum Oddi. Þetta er nú þegar í hönnun og verður framkvæmt, vonandi á fyrstu mánuðum næsta árs.
- Unnið er að greiningu og skoðun á umferð gangandi vegfarenda sem þvera Flóttamannaveg við Maríuhella og setja á þar undirgöng samkvæmt skipulagi.
- Unnið er að greiningu og skoðun á umferð gangandi vegfarenda sem þvera Flóttamannaveg við Vífilstaðavatn og setja þar undirgöng samkvæmt skipulagi.
,,Við vonumst til þess að geta flutt nánari fréttir á fyrstu mánuðum ársins og viljum semja við Vegagerðina um þessar framkvæmdir. Það er mikilvægt að taka það fram að Garðabær á í góðum samskiptum við viðbragðsaðila og útkallsaðila vegna öryggismála í bænum og ekki síst vegna umferðarþungans á háanna tíma,“ segir í frétt frá Garðabæ.