Snemma í fyrramálið, fimmtudaginn 6. maí verður umferð um Hafnarfjarðarveg, á milli gatnamóta Lyngáss og Vífilsstaðavegar, færð yfir á framhjáhlaup sem hefur verið útbúið og liggur utan vinnusvæðis.
Ástæðan fyrir þessu framhjáhlaupi er vegna framkvæmda við undirgöng undir Hafnarfjarðarveg fyrir gangandi vegfarendur og þar verður Hraunsholtslæknum einnig hleypt í gegn. Reiknað er með að vinnan við undirgöngin taki í mesta lagi 3 mánuði og því ætti umferðin að komast aftur á í byrjun ágúst ef allt gengur að óskum samkvæmt Vegagerðinni.

Þegar þessum framkvæmdum verður lokið verður farið í að skipta um umferðarljós við Lyngás, en sú vinna kemur til með að standa yfir fram á haust ásamt lokafrágangi á því sem búið er verið að vinna í undanfarnar vikur við Hafnarfjarðarveg.
Ökumenn eru hvattir til að virða merkingar á vinnusvæðinu og aka varlega.