Um 500 kennarar og starfsfólk í leik- og grunnskólum á Menntadegi Garðabæjar

Það var hátíðleg stemning í Urriðaholtsskóla á föstudaginn þegar Menntadagur Garðabæjar var haldinn. Þá komu um 500 kennarar og starfsfólk í leik- og grunnskólum bæjarins saman og nutu glæsilegrar dagskrár og hlýddu svo á áhugaverð erindi á málstofum sem boðið var upp á yfir daginn.

Bjarni Snæbjörnsson, Sigga Eyrún og Kalli Olgeirs opnuðu dagskrána með sannkallaðri söngleikjasveiflu. Þá hélt Fríða Bjarney Jónsdóttir, sérfræðingur hjá mennta- og barnamálaráðuneytinu, afar áhugavert erindi undir yfirskriftinni „Tengjumst og tölum saman; Viðhorf og samskipt í inngildandi skóla- og frístundastarfi.“

Í kjölfarið var metnaðarfullu starfi leik- og grunnskóla í Garðabæ gert hátt undir höfði og veittu leik- og grunnskólanefndir Garðabæjar viðurkenningar til þriggja kennara fyrir framúrskarandi verkefni og framlag sitt til menntamála í bænum. Það voru þau Gauti Eiríksson, Ólafur Schram og Hrafnhildur Sigurðardóttir sem hlutu viðurkenningar í ár.

Einnig voru veittar viðurkenningar til leik- og grunnskóla bæjarins fyrir vinnu sína með samskiptasáttmála Garðabæjar. Bryndís Björk Ásgeirsdóttir sá um að kynna dagskrána.

Leik- og grunnskólanefndir Garðabæjar veittur viðurkenningar til þriggja kennara fyrir framúrskarandi verkefni og framlag sitt til menntamála í bænum. F.v. Hrafnhildur Sigurðardóttir, Ólafur Schram og Gauti Eiríksson hlutu viðurkenningu í á og með þeim er Almar Guðmundsson bæjarstjóri í Garðabæ.

Þá var komið að málstofum dagsins þar sem kennurum og starfsfólki í leik- og grunnskólum Garðabæjar gafst tækifæri á að hlýða á áhugaverð erindi um verkefni sem hlotið hafa styrki úr þróunarsjóðum leik- og grunnskóla í Garðabæ undanfarin ár.

Veittar voru viðurkenningar til grunnskóla bæjarins fyrir vinnu sína með samskiptasáttmála Garðabæjar
Veittar voru viðurkenningar til leikskóla bæjarins fyrir vinnu sína með samskiptasáttmála Garðabæjar
Hrafnhildur Sigurðardóttir, Edda Rósa Gunnarsdóttir, Lovísa Lind Sigurjónsdóttir, Dóra Margrét Bjarandóttir og Hrafnhildur Sigurðardóttir, kennari við Sjálandsskóla, hún fékk íslensku menntaverðlaunin í gær

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar