Um 350 unglingar skemmtu sér saman á Garðabæjarballi félagsmiðstöðva

Í lok nóvember var haldið Garðabæjarball fyrir allar félagsmiðstöðvar Garðabæjar. Um 350 unglingar komu og skemmtu sér saman og fór allt framúrskarandi vel fram. Á ballinu komu fram skóla dj-ar úr Garðalundi, Herra Hnetusmjör, Auddi og Steindi og lá við að þakið færi af húsinu þegar þeir tóku hvern smellinn á fætur öðrum og unglingarnir sungu hástöfum með. Við getum verið stolt af unglingunum okkar í Garðabæ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar