Tvöfalt hjá Stjörnunni

Stjarnan tryggði sér Íslands-meistaratitilinn í karla- og kvennaflokki í hópfimleikum um sl. helgi en þá fór Íslandsmótið fram í íþróttahúinu Iðu á Selfossi.

Stjarnan hafði mikla yfirburði í kvennaflokki og sigraði á öllum áhöldum. Liðið fékk samanlagt 52.360 stig, en í öðru sæti var lið Gerplu með 44.795 stig. ÍA hafnaði í þriðja sæti með 41.645 stig. Karlalið Stjönunnar varð einnig Íslandsmeistari, en liðið fékk samanlagt 53.095 stig. Að lokum voru einnig veitt verðlaun fyrir deildarmeistara á árinu, en í meistaraflokki voru það karlalið Stjörnunnar, kvennalið Gerplu og blandað lið Selfoss sem hlutu verðlaunin.

Íslandsmeistarar. Karla og kvennalið Stjörnunnar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar