Tvö aukablöð fylgja Garðapóstinum

Tvö aukablöð fylgja Garðapóstinum sem kemur út á morgun en hann er kominn inn á vefsíðu Garðapóstsins kgp.is á pdf formi.

Garðabær er með sína árlegu kynningu á grunnskólum Garðabæjar vegna innritun nemenda í 1. bekk (f. 2016) og 8. bekk (f. 2009) sem fram fer fram dagana 7. – 11. mars nk., en í Garðabæ geta nemendur valið um í hvaða grunnskóla þeir vilja stunda nám sitt.

Sjálfstæðisfélög Garðabæjar eru einnig með Garða Grástein, blað sjálfstæðisfélaganna í Garðabæ, sem aukablað í Garðapóstinum, en í blaðinu eru allir frambjóðendur flokksins kynntir sem taka þátt í prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ. Prófkjörið verður haldið laugardaginn 5. mars. nk., alls taka 17 einstaklingar þátt í prófkjörinu.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar