Tveir kórar úr Garðabæ syngja í Hörpu

Sunnudaginn 9. júní nk. kl. 14.00 syngja tveir kórar úr Garðabæ, Kór Vídalínskirkju og Garðakórinn, á tónleikum í Hörpuhorni í Tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Þessir tónleikar eru hluti af tónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra – FÍK. Tónleikarnir hefjast kl. 14.00 með söng Kórs Vídalínskirkju, síðan bætist Garðakórinn við og kórarnir syngja tvö lög saman og loks syngur Garðakórinn nokkur lög. Stjórnandi kóranna er Jóhann Baldvinsson.

Tónleikarnir eru klukkustundar langir, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sjá nánar á heimasíðu Hörpu, https://www.harpa.is/dagskra.

Það er ekki á hverjum degi sem tveir kórar úr Garðabæ syngja í Hörpu og kjörið tækifæri að koma og hlusta á kórana.

Forsíðumyndin er af Kór Vídalínskirkju

Garðakórinn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar