Tveir kórar úr Garðabæ syngja í Hörpu

Sunnudaginn 9. júní nk. kl. 14.00 syngja tveir kórar úr Garðabæ, Kór Vídalínskirkju og Garðakórinn, á tónleikum í Hörpuhorni í Tónlistarhúsinu Hörpu í Reykjavík. Þessir tónleikar eru hluti af tónleikaröð Félags íslenskra kórstjóra – FÍK. Tónleikarnir hefjast kl. 14.00 með söng Kórs Vídalínskirkju, síðan bætist Garðakórinn við og kórarnir syngja tvö lög saman og loks syngur Garðakórinn nokkur lög. Stjórnandi kóranna er Jóhann Baldvinsson.

Tónleikarnir eru klukkustundar langir, aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Sjá nánar á heimasíðu Hörpu, https://www.harpa.is/dagskra.

Það er ekki á hverjum degi sem tveir kórar úr Garðabæ syngja í Hörpu og kjörið tækifæri að koma og hlusta á kórana.

Forsíðumyndin er af Kór Vídalínskirkju

Garðakórinn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins