Kosið verður til Alþingis laugardaginn 30. nóvember 2024. Á sérstakri undirsíðu á vef Garðabæjar má finna allar helstu upplýsingar varðandi kosningarnar.
Kjörstaðir eru tveir, í íþróttamiðstöðinni Mýrinni (við Hofsstaðskóla) og í Álftanesskóla og opna þeir klukkan 09:00 á kjördag og loka klukkan 22:00.
Bílastæðin beint fyrir framan sundlaugina á Álftanesi verða á morgun, laugardag, ætluð kjósendum.Við biðlum til ykkar sem ætlið að njóta í sundi að leggja aðeins fjær, á bílastæðunum nær Bitabæ, við Holtakot eða næst fótboltavellinum.
Þess má geta að kjósendur á kjörskrá í Garðabæ eru 15.008 og hefur þeim fjölgað um 387 frá forsetakosningum þann 1. júní.
Hérna má finna ýmsar praktískar upplýsingar, t.d. varðandi utankjörfundarkosningar, kjörstaði, kjördeildir og fyrirkomulag á kjörstað: Alþingiskosningar 2024
Við minnum svo á skilríkin: rafræn eða plast ökuskírteini og vegabréf. Munið að uppfæra þarf stafræna ökuskírteinið sérstaklega þegar kjörseðlar eru afhentir.
Hér eru leiðbeiningar: