Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við hverfisgarð við Lyngötu í Urriðaholti á síðasta fundi bæjarráðs, en fimm tilboð bárust í verkið. Það var Gott verk ehf sem bauð lægst og tilboð þeirra var töluvert undir kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á rúmar 35,2 milljónir, en Gott verk ehf bauð tæpar 29,5 milljónir.
Garðabær hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda en eftirfarandi tilboð báðust í verkið, en hæsta tilboðið var frá Garðsmíði ehf upp á sléttar 48 milljónir.
Hellur og lagnir ehf. kr. 36.559.200
Garðsmíði ehf. kr. 48.000.000
Garðyrkjuþjónustan ehf. kr. 39.806.000
Lóðaþjónustan ehf. kr. 35.311.500
Gott verk ehf. kr. 29.463.000
Kostnaðaráætlun kr. 35.245.980