Treysta á að Gott verk vinni gott verk í Urriðaholti

Tilboð voru opnuð í framkvæmdir við hverfisgarð við Lyngötu í Urriðaholti á síðasta fundi bæjarráðs, en fimm tilboð bárust í verkið. Það var Gott verk ehf sem bauð lægst og tilboð þeirra var töluvert undir kostnaðaráætlun sem hljóðar upp á rúmar 35,2 milljónir, en Gott verk ehf bauð tæpar 29,5 milljónir.

Garðabær hefur samþykkt að taka tilboði lægstbjóðenda en eftirfarandi tilboð báðust í verkið, en hæsta tilboðið var frá Garðsmíði ehf upp á sléttar 48 milljónir.

Hellur og lagnir ehf. kr. 36.559.200
Garðsmíði ehf. kr. 48.000.000
Garðyrkjuþjónustan ehf. kr. 39.806.000
Lóðaþjónustan ehf. kr. 35.311.500
Gott verk ehf. kr. 29.463.000

Kostnaðaráætlun kr. 35.245.980

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins