Tóvinna, tætum og togum ull í Hönnunarsafninu

Sunnudaginn 6. mars klukkan 13 fer fram tóvinnusmiðja fyrir alla fjölskylduna sem Ásthildur Magnúsdóttir leiðir. Þátttakendur fá að kemba og spinna sinn eigin þráð úr óunninni ull. Ekki allir gera sér grein fyrir úr hverju fötin okkar eru búin til en ull og plast eru meðal þess sem notað er í dag. Það verður án efa gaman að taka þátt í spjalli við Ásthildi sem er stundakennari í Myndlistaskóla Reykjavíkur þar sem hún kennir einmitt vefnað og tóvinnu en ullin er sérlegt áhugamál hennar. Þeir sem vilja hinsvegar bara tæta og toga og meðhöndla ullina eru sannarlega velkomnir í rými Hönnunarsafnins sem nefnt er Smiðjan.

Tóvinnusmiðjan er liður í verkefninu Við langeldinn/Við eldhúsborðið sem styrkt er af Barnamenningarsjóði Íslands en markmiðið er að vekja athygli á lífinu frá því á landnámsöld og hvernig ýmislegt er líkt en annað ólíkt með lífi okkar í dag og þá. Þátttaka er ókeypis og allir sannarlega velkomnir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins