Tónlistarnæring með sópran, flautu og píanói

Miðvikudaginn 2. október kl. 12.15 mun tríó Elegía koma fram á Tónlistarnæringu í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Tríóið er skipað Svöfu Þórhallsdóttur sópran, Berglindi Stefánsdóttur flautuleikara og Hrönn Þráinsdóttur píanóleikara.

Á efnisskránni eru aríur og sönglög í eigin útsetningum tríósins eftir tónskáld á borð við Bizet, Massenet, Saint-Saëns og Lehár. Aðalþema tónleikanna er ástin og hvernig hún birtist á fjölbreyttan hátt. Einnig munu þær flytja norræn sönglög þar sem töfrar náttúrunnar og hin norræna melankólía fléttast saman í brostnum draumum og þrám. 

Aðgangur er ókeypis og öll velkomin.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins