Tónleikunum ætlað að blásagestum von í brjóst á nýju ári

Fyrsta Tónlistarnæring ársins fer fram miðvikudaginn 8. janúar klukkan 12.15 í sal Tónlistarskóla Garðabæjar. Þessum fyrstu tónleikum árins í tónleikaröðinni er ætlað að blása gestum von í brjóst enda gott að byrja nýtt ár á jákvæðum nótum. Að þessu sinni er það sópransöngkonan Íris Björk Gunnarsdóttir sem flytur tónlist meðal annars eftir Puccini og Gounod ásamt Matthildi Önnu Gísladóttur píanóleikara.

Íris Björk er lýrískur sópran sem er búsett í Osló. Hún er með bakkalárgráðu frá Listaháskóla Íslands, nam eitt ár við Óperuháskólann í Stokkhólmi og útskrifaðist með mastersgráðu frá Óperuháskólanum í Osló sumarið 2023. Íris Björk kom fram í óperugala Óperudaga sem  fór fram á Garðatorgi í haust en hún hefur komið fram víða á tónleikum hér á landi m.a. með Sinfóníuhljómsveit Íslands en hefur nú þegar sungið víðsvegar um Noreg og Svíþjóð. 

Aðgangur er að venju ókeypis en tónleikarnir eru um 30 mínútna langir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar