Tónleikum frestað um viku

Vegna slæmrar veðurspár er tónleikum í tónleikaröðinni Tónlistarnæring sem vera áttu þann 5. febrúar frestað um viku eða til 12. febrúar. 


Frumflutningur þriggja verka fyrir píanó og fiðlu eftir John Speight fer fram í sal Tónlistarskóla Garðabæjar kl. 12.15 þann 12. febrúar. Það er píanóleikarinn Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir og fiðluleikarinn Martin Frewer sem flytja verkin. Aðgangur ókeypis.

John Speight starfaði sem söngvari og kennari eftir að hann fluttist til Íslands árið 1972 auk þess að vera kórstjóri Bessastaðakirkju í 15 ár. Undir lok áttunda áratugarins fór hann að semja í meira mæli svo sem fimm sinfóníur, tvær óperur, sjö einleikskonserta, jólaóratóríu, fjölda kammerverka og tæplega 100 einsöngslög. Jólaóratórían var valin tónverk ársins 2002 og diskur með píanóeinleiksverkum Johns í flutningi Peter Maté tónverk ársins 2021. John Speight hlaut árið 2023 heiðursviðurkenningu Garðabæjar fyrir ómetanlegt starf í þágu menningar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins