Tölvuleikur um Garðabæ

Egill Askur Eineberg

Egill Askur Eineberg vann í sumar að verkefninu Út um allan bæ á vegum Skapandi sumarstarfa í Garðabæ. Verkefnið felur í sér að hanna tölvuleik þar sem þátttakendur geta tekið þátt í einföldum leikjum þar sem sögusviðið eru hinir ýmsu staðir í Garðabæ. Markmiðið með þessu verkefni er að kynna Garðabæ í gegnum einstaka miðlun, þ.e. tölvuleik, sem byggir á menningu bæjarins og staðháttum. Leikurinn á að vera aðgengilegur almenningi á öllum aldri.

„Ég hef mikið unnið í forritun í frítímanum mínum. Ég hef mikinn áhuga á tölvuleikjagerð og ákvað því að nýta þá þekkingu mína og sækja um þetta verkefni í Skapandi sumarstörfum. Það eru til flott tölvuleikjafyrirtæki á Íslandi en engin þeirra fókusa á íslenskan veruleika. Því þótti mér áhugavert að hanna leik sem á sér stað í bæjarlandi Garðabæjar“ – segir Egill. Dæmi um leik er fuglaleikur í Gálgahrauni þar sem teknar eru myndir af fulgum á flugi og safnað stigum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins