Tóku þátt í skólablaksgleðinni!

Álftanesskóli tók þátt í skemmtilegu verkefni á vegum Blaksambands Íslands sem heitir Skólablak en þar er blakíþróttin kynnt á skemmtilegan hátt. Síðari hlutann í október fóru íþróttakennara ásamt 23 vöskum nemendum úr 6. bekk í Kórinn í Kópavogi og tóku þátt í gleðinni. Krakkarnir skemmtu sér rosalega vel, hittu og spiluðu við fullt af nemendum frá öðrum skólum.  Þau stóðu sig með prýði bæði innan vallar sem utan. 

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar