Tóku 3. sætið í söngkeppni Samfés

Hljómsveitin Vilkó frá félagsmiðstöðinni Elítunni Álftanesi gerði sér lítið fyrir og varð í 3. sæti söngkeppni Samfés um þar síðustu helgi.

Í hljómsveinni eru þau Birta Dís Gunnarsdóttir sönkona, Arnar Snær Snorrason gítarleikari, Daníel Pétursson gítarleikari og Erik Yngvi Brannan trommuleikari.

Hljómsveitin Vilkó spilar allskyns tónlist en mest Indie og popp. Þau hafa spilað saman í rúma 3 mánuði og æfa helst á hverjum degi. Í söngkeppni Samfés sungu þau lagið When we were Young með Adele og gerðu það fantavel. Starfsmenn Elítunnar og kennarar við Álftanesskóla eru afar stolt af þessum krökkum í Vilkó.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar