Tjaldið féll og Leg kvaddi

Fjör og mikil orka í sýningunni Leg

Mikill fögnuður braust út meðal leikenda og aðstandenda söngleiksins Legs, þegar ,,tjaldið féll“ en síðasta sýning fór fram fyrir fullu húsi þann 9. maí síðastliðinn í Urðarbrunni, sal Fjölbrautaskólans í Garðabæ.

Leikstjórinn, Birna Rún Eiríksdóttir, fyrir miðri mynd (svartur jakki), en þess má geta að ung dóttir hennar tók þátt í sýningunni.

Fæðingin var erfið eins og sagt er því fyrr í vor þurfti að fresta sýningunni vegna samkomutakmarkanna og var tvísýnt hvort sýningin kæmist á svið.

Það small hinsvegar allt saman að lokum og í heild voru sýndar hátt í tugur sýninga. Aðsókn var nokkuð góð og var uppselt á nokkrar sýningar.

Þetta var mikið fjör og orkan í sýningunni mikil. Enn ein sönnun þess hvað starf Verðandi, leikfélags FG, er gott og fagmannlegt. Mynd: Fjölbrautaskólinn Garðabæ.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar