Tilboðin lækkað um tæpar 250 milljónir króna á milli vikna!

Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum að taka tilboðum frá eftirfarandi aðilum (sjá fyrir neðan) í lóðir í 1. áfanga norðurhluta Hnoðraholts þar sem lagt er til grundvallar hæsta verð í samræmi við úthlutunar- og söluskilmála. Tilboðin eru samþykkt með fyrirvara um að tilboðsgjafar uppfylli öll skilyrði um hæfi samkvæmt 5. tl. í úthlutunar- og söluskilmálum og 3. gr. úthlutunarreglna.

Tilboðgjöfum er veittur frestur til kl. 16:00, fimmtudaginn 20. júlí nk. til að skila tilskildum gögnum.

Eins og áður hefur komið fram hefur Stéttafélagið ehf, sem átti hæsta tilboð í allar fjölbýlishúsalóðirnar og allar raðhúsalóðirnar nema eina, fallið frá tilboði sínu í lóðirnar að undanskildu tilboði í tvær fjölbýlishúsalóðir og eina raðhúsalengju. Þá átti sami einstaklingur hæsta tilboð í fjórar einbýlishúsalóðir, en hefur fallið frá tilboði sínu í þrjár lóðir.

Þetta þýðir að hæsta tilboðið í allar lóðirnar hefur lækkað úr 2.528.950.000 mkr. í 2.279.711.734 mkr. og því hefur Garðabær orðið af tæpum 249.238.266 mkr. efn svo má að orði komast miðað við upphafleg tilboðsverð í lóðirnar.

Fjölbýli 
Tilboðsgjafi Lóð Tilboðsverð
Sundaborg ehf. Vorbraut 1 78.214.500
Reir Verk ehf. Vorbraut 3 158.557.500
Klettás ehf. Vorbraut 5 188.000.000
Reir Verk ehf. Vorbraut 7 158.557.500
GG verk ehf. Vorbraut 9 161.500.000
GG verk ehf. Vorbraut 11 106.200.000
Stéttafélagið ehf. Vorbraut 13 124.150.000
Stéttafélagið ehf. Vorbraut 15 206.050.000
Klettás ehf. Vorbraut 17 105.500.000
Landslagnir Vorbraut 19 132.900.000

Raðhús 
Tilboðsgjafi Lóð Tilboðsverð
Bæjarhylur ehf. Útholt 1-3 48.001.000
Platún ehf. / Hestalíf ehf. Útholt 5-9 75.231.234
ESAIT ehf. Útholt 11-17 70.500.000
Rimahylur ehf. Útholt 19-25 105.800.000
Gráhyrna ehf. Útholt 27-33 122.200.000
Stéttafélagið ehf. Útholt 35-41 114.400.000

Einbýli 
Tilboðsgjafi Lóð Tilboðsverð
Bor ehf Útholt 2 30.000.000
Bor ehf Útholt 4 25.000.000
Bor ehf Útholt 6 25.000.000
Bor ehf Útholt 8 25.000.000
Landslagnir Útholt 10 30.150.000
Landslagnir Útholt 12 30.150.000
Ágúst Örn Arnarson/Elka Ósk Hrólfsdóttir Útholt 14 34.500.000

Bæjarráð samþykkti á fundi sínum veita bæjarstjóra umboð til að samþykkja tilboð í lóðir í þeim tilvikum sem tilboðsgjafar falla frá tilboðum sínum eða uppfylla ekki hæfisskilyrði. Skal þá lagt til grundvallar að taka tilboðum frá þeim aðilum sem næstir eru í röðinni hvað varðar tilboðsverð, enda séu uppfyllt skilyrði í úthlutunar- og söluskilmálum.

Mynd. Almar Guðmundsson, bæjarstjóri í Garðabæ ásamt nokkrum bæjarfulltrúm skoða tilboðin á fundi bæjarráðs sl. þriðjudag.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar