Þurfum okkar besta leik til að sigra Val

Það verður hörkuleikur á föstudaginn, 17. febrúar, í TM-höllinni í Mýrinni Garðabæ þegar Stjarnan tekur á móti Val í 8 liða úrslitum Powerade bikars karla í handknattleik, en Valsmenn tróna nokkuð örugglega á toppi Olísdeildar á meðan Stjarnan situr í fjórða sætinu.

Garðapósturinn heyrði í Patreki JÓhannessyni þjálfari Stjörnunnar og spurði hann hvernig stemmingin er í liðinu fyrir bikarleikinn á föstudaginn við Val? ,,Við hlökkum mikið til að fá að takast á við Valsmenn sem eru með öflugt lið. Æfingar hafa gengið vel og leikmenn með góða einbeitingu. Til þess að ná sigri þurfum við að ná að spila okkar besta leik ásamt því að fá góðan stuðning frá okkar Stjörnufólki í TM Höll á föstudaginn,” segir Patrekur.

Vill fullt hús og jákvæða orku

Og eru allir heilir? ,,Leó Snær, Arnar Freyr eru meiddir en allir aðrir eru klárir í þetta skemmtilega verkefni. Markmið okkar er að komast í Final 4,” segir hann og bætir við: ,,Ég hvet allt Stjörn fólk til að mæta í TM Höllina. Við þurfum stuðning og það er líka miklu skemmtilegra að spila leiki þegar vel er mætt og sama gildir um að horfa á leikina. Óska mér að það verði fullt hús og jákvæð orka því við þurfum á öllu að halda á móti Valsmönnum,” segir Patti að lokum og nú er bara fjölmenna á leikinn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar