Þurfum að vera andlega sterkir

Karlalið Stjörnunnar í handknattleik er komið í undanúrslitaleik Coca Cola bikarsins, svokallað ,,Final Four”, en í undanúrslitum mætir Stjarnan Fram á morgun, föstudaginn, 1. október.

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, hefur verið að gera góða hluti með liðið sem vann Gróttu í 16 liða úrslitum og KA í 8 liða úrslitum. Patti er ánægður með að vera kominn í undanúrslit keppninnar. ,,Það er alltaf markmið að komast í Final Four í bikarnum. Leikir okkar við Gróttu og KA voru vel spilaðir að okkar hálfu.”

Hvaða þýðingu hefur það fyrir liðið að vera komið i Final Four? ,,Það hefur mikla þýðingu fyrir félagið að komast í Final Four og á aðallega að hafa enn möguleik á að vinna bikar í þessari keppni. Einnig skiptir það deildina fjárhagslega að vera með þessa skemmtilegu helgi því okkar styrktaraðilar fá góða auglýsingu.”

Og Fram mótherji ykkar á föstudaginn. Hvaða væntingar hefur þú til leiksins og eru liðin áþekk að getu og hvernig þau spila? ,,Framliðið er gott. Þeir hafa byrjað Íslandsmótið vel og unnu Selfoss mjög sannfærandi í síðasta leik. Þeir eru með góða markvörslu í flestum leikjum og spila sterka vörn. Liðin spiluðu í fyrra mjög jafna leiki svo þau eru áþekk að getu. Mínar væntingar eru að við spilum betur og vinnum leikinn.”

Liðsandi og samstaða skiptir miklu máli

En hver er lykilinn að sigri og að komast i urslitaleikinn? ,,Það er að vera andlega ster-kir, spila okkar leik og hafa trú á skipulagi sem lagt er upp með. Liðsandinn og samstaða leikmann skiptir miklu ásamt því að hafa grunnatrið í lagi sem eru að hlaupa til baka, snöggir fram og hreyfa sig rétt varnarlega.

Hvernig er staðan á Stjörnuliðinu – allir klárir fyrir leikinn? ,,Það eru allir klárir fyrir utan þá leikmenn sem hafa ekki verið með undanfarið vegna meiðsla, sem eru Pétur Árni og Brynjar Hólm.

Og þú vonast eðlilega eftir góðum stuðning fra bæjarbúum a leiknum, mikilvægt að komast i úrslitaleikinn? ,,Skiptir miklu fyrir okkur að fá stuðning úr stúkunni og hvet ég allt Stjörnufólk að mæta á Ásvelli og styðja okkar frábæru leikmenn í Stjörnunni.”

Leikurinn við Fram er eins og áður segir á föstudaginn kl. 20:30 að Ásvöllum og vel fer þá verður úrslitaleikurinn leikinn laugardaginn 2. október kl. 16.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar