Þrjár sýningar í Hönnunarsafninu – frítt inn til og með 6. apríl

Það eru þrjár sýningar í Hönnunarsafni Íslands í tengslum við HönnunarMars 2025. Sýningarnar opnuðu þriðjudaginn 1. apríl kl. 18:00.

Vöruhönnuðurinn Þórunn Árnadóttir hefur verið í vinnustofudvöl í safninu undanfarnar vikur. Hún sýnir ferli og  frumgerðir af nýrri tegund ilmgjafa sem sameinar virkni og form innblásin af pappírsbrotum. Þórunn hefur meðal annars hannað vörur fyrir Walt Disney, Tim Burton og Mörthu Stewart.

Myndlistarmaðurinn Unndór Egill Jónsson sýnir lampa úr íslensku birki þar sem náttúrulegum og geómetrískum formum er teflt saman. Hugmyndafræðin á bak við verkin snýst um að blanda saman þessum andstæðu formum á þann hátt að þau styðji hvort annað og gefi tilfinningu fyrir einingu. Handverkið leikur lykilhlutverk í að samruninn heppnist og til að undirstrika það hefur Unndór sett verkstæði sitt upp á safninu. 

Brynjar Sigurðarson, vöruhönnuður sýnir lágmyndir sem hann kallar Skáldað landslag. Hann hefur áður hannað postulínsvasa fyrir Galerie Kreo í París með sömu aðferð sem byggir á að nota forrit sem alla jafnan eru notuð til að skapa karaktera í tölvuleikjum.

Frítt er inn á safnið á meðan á HönnunarMars stendur 1 – 6 apríl.

Hönnunarsafn Íslands, Garðatorgi, opið alla daga frá 12-17 nema mánudaga

Forsíðumynd: Þóra, Ingibjörg, Sunna og Ólöf.

María Björg, Sigrún Lára, Þórunn og Erna
Ólöf, Sigríður og bæjarstjórinn Almar

Sunna og Ingibjörg
Tré- og súkkulaðispænir – Súkkulaðihúsið
Erla Hlín, Hrafntinna Jóga, Frosti, Fálki, Stormur

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins