Þriðji bikarmeistaratitill Stjörnunnar á síðustu fjórum árum

Stjarnan varð í bikarmeist ari karla í körfuknattleik laugardaginn 19. mars er hún bar sigurorð af Þór frá Þorlákshöfn í úr slita leik VÍS-bikars karla í Smáran um í Kópavogi, 93:85.

Stjarnan hefur átt mikilli velgengni að fagna í bikarkeppninni á undanförnum árum, en liðið hefur þrívegis unnið bikarmeistaratitilinn á síðustu fjórum árum, 2019, 2020 og 2022.

Stjarnan var einnig í úrslitaleiknum 2021, en þurfti þá að lúta í lægra haldi fyrir Njarðvík. Stjarnan hefur þá unnið bikarkeppnina fimm sinn um frá því að félagið tryggði sér sinn fyrsta bikarmeistaratitil árið 2009.

Úrslita leik ur inn var mjög skemmtilegur og mikil spenna í Smáranum. Stjarnan náði tíu stiga for skoti í fyrsta leik hluta en Þór vann það upp í öðrum leikhluta, en 2 stig skildu liðin í hálfleik, 45:43 Stjörnunni í vil. Það sama gerðist í upp hafi síðari hálfleiks að Stjarnan náðu tíu stig for skoti, en Þórsar ar minnkuðu þetta forskot af og til niður, en hann varð þó ekki minni en fimm stig og Stjarnan innsiglaði glæsilegum 8 stiga sigri.

Robert Turner III var stiga hæst ur með 31 stig og Dav id Ga brov sek setti fimm þrista í aðeins sjö tilraun um og skoraði 29 stig. Hilm ar Smári Henningsson steig upp í síðari hálfleik eftir að hafa ekki sett körfu í fyrri hálfleiks og skoraði alls 17 stig. Þá stóð fyrirliðinn, Hlynur Bæringasson, fyrir sínu, fertugur að aldri og gaf 7 stoðsendingar, tók 9 fráköst og stal boltanum tvisvar.

Lið Stjörn unn ar: Kristján Fannar Ingólfsson, Róbert Eugene Turner III, Hlynur Bæringsson, Gunnar Ólafsson, Sigurður Rúnar Sigurðsson, Hilmar Smári Henningsson, Tómas Þórður Hilmarsson, Ingimundur Orri Jóhanns son, Arnþór Freyr Guðmunds son, Ragnar Nathanaelsson, Shawn Dominique Hopkins, David Gabrovsek.

David Gabrovsek var valin mikilvægasti leikmaður leiksins en hann skilaði 29 stigum, 7 fráköstum, 3 stoðsendingum ásamt þess sem hann skaut 67% úr tveggja og 71% úr þriggja í leiknum.

Mynd: Bára Dröfn

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar