Þorvaldur sagði frá eldsumbrotum á Reykjanesi í Jónshúsi

Félag eldri borgara í Garðabæ fékk Þorvald Þórðarson prófessor og eldfjallafræðing til að mæta í Jónshús sl. fimmtudag og fræða félagsmenn um eldsumbrotin á Reykjanesi.

Jörðin skelfur á Reykjanesi þessa dagana og ljóst að miklu varðar að vera mjög vel upplýstur um stöðuna. Það sannaðist líka vel því að á annað hundrað manns mættu á fundinn til þess að fræðast nánar um eldvirknina og þær sviðsmyndir sem kunna að birtast okkur á næstu árum. En ljóst er að mikil virkni er víða á Reykja-nessvæðinu öllu. Fyrirlesturinn var mjög fróðlegur.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar