Þorbjörg Þorvaldsdóttir nýr oddviti Garðabæjarlistans

Uppstillingarnefnd Garðabæjarlistans hefur valið Þorbjörgu Þorvaldsdóttur sem oddvita listans í sveitarstjórnarkosningum í vor. Þorbjörg er fráfarandi formaður Samtakanna ‘78, málfræðingur og grunnskólakennari. Hún er 32 ára og á tvö börn á leikskólaaldri. 

“Ég hlakka til að leiða öflugan hóp Garðabæjarlistans í kosningabaráttu vorsins og á næsta kjörtímabili. Við munum tala fyrir málefnum sem brenna á Garðbæingum, fyrir öflugri þjónustu við alla íbúa, fjölbreytni í samgöngum og húsnæðisuppbyggingu og samfélagslegri ábyrgð,” segir Þorbjörg.

Listinn verður tilkynntur í heild á félagsfundi sunnudaginn 13.mars klukkan 13.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar