Þorbjörg, Ingvar og Harpa skipa 3 efstu sæti Garðabæjarlistans

Á félagsfundi Garðabæjarlistans í dag var tillaga uppstillingarnefndar að framboðslista samþykkt einróma. Mikill hugur var í fólki á fundinum og er Þorbjörg Þorvaldsdóttir nýr oddviti Garðabæjarlistans, en 2. og 3. sætið skipa bæjarfulltrúarnir Ingvar Arnarson og Harpa Þorsteinsdóttir.

Garðabæjarlistinn er sameiginlegt framboð Vinstri Grænna, Samfylkingar og Pírata ásamt fjölda óháðra einstaklinga.

Garðabæjarlistinn fyrir sveitarstjórnarkosningar árið 2022 er eftirfarandi: 

1 Þorbjörg Þorvaldsdóttir Grunnskólakennari

2 Ingvar Arnarson Bæjarfulltrúi og MPA-nemi

3 Harpa Þorsteinsdóttir Bæjarfulltrúi og lýðheilsufræðingur

4 Guðjón Pétur Lýðsson Knattspyrnumaður og iðnaðarmaður

5 Ósk Sigurðardóttir Framkvæmdastjóri Sjálfsbjargar og frumkvöðull

6 Baldur Ó. Svavarsson  Arkitekt

7 Greta Ósk Óskarsdóttir Bókmenntafræðingur

8 Sigurður Þórðarson Verkefnastjóri og starfsmaður landsliða KSÍ

9 Sveinbjörg Vilhjálmsdóttir Fyrrverandi skólastjóri Tónlistarskóla Álftaness

10 Finnur Jónsson Tómstunda- og félagsmálafræðingur

11 Theodóra Fanndal Torfadóttir Lögfræðinemi

12 Gunnar H. Ársælsson  Stjórnmálafræðingur

13 Maru Aleman Tekjustjóri keahotels

14 Hrafn Magnússon   Fyrrverandi framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða

15 Kristín Helga Gunnarsdóttir Rithöfundur

16 Björn Gabríel Björnsson Nýstúdent frá FG

17 Hulda Gísladóttir   Viðskiptafræðingur

18 Hannes Ingi Geirsson Íþróttakennari

19 Sólveig Guðrún Geirsdóttir Stuðningsfulltrúi

20 Guðmundur Andri Thorsson Rithöfundur og fyrrv. Alþingismaður

21 Guðrún Elín Herbertsdóttir Fyrrverandi bæjarfulltrúi

22 Gísli Rafn Ólafsson  Alþingismaður

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar