Á Íþróttahátíð Garðabæjar sl. sunnudag, sem haldin var í Miðgarði voru m.a. þjálfarar ársins valdir fyrir árið 2024, en þeir eru Hinrik Pálsson þjálfari meistaraflokk Stjörnunnar í kraftlyftingum og Árný Oddbjörg Oddsdóttir þjálfari hjá hestamennafélaginu Spretti.
Hinrik Pálsson kraftlyftingar Stjörnunni
Hinrik Pálsson er þjálfari meistaraflokks Stjörnunnar og hefur lagt ómetanlega vinnu af mörkum til að byggja upp sterkan og samheldinn hóp. Með skýrri sýn og einstakri færni í að aðlaga þjálfun að þörfum hvers og eins hefur hann náð að efla bæði einstaklinga og liðið í heild.
Árangur Hinriks hefur skilað sér á alþjóðlegum vettvangi, en Stjarnan átti fjóra af níu íslenskum keppendum á Evrópumeistaramótinu í mars, og Hinrik þjálfar þau öll. Þetta endurspeglar mikilvægi hans í þjálfun á fremsta kraftlyftingafólki landsins. Keppnis árið endaði á Íslandsmeistaramótinu, sem haldið var á heimavelli Stjörnunnar. Þar unnu bæði karla- og kvennalið félagsins stigabikarinn, sem endurspeglar þann uppgang og velgengni sem hefur átt sér stað undir leiðsögn Hinriks. Þessi árangur er sönnun á áhrifaríkri og árangurs- miðaðri þjálfun innan félagsins.
Árný Oddbjörg Oddsdóttir hestaíþróttir Spretti
Árný Oddbjörg Oddsdóttir er menntaður reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún starfar við þjálfun og tamningu hrossa ásamt því að sinna reiðkennslu. Hestamannafélagið Sprettur hefur verið svo heppið að njóta krafta Árnýjar við reiðkennslu. Undanfarin 4 ár hefur hún kennt öllum aldurshópum, hvort sem er börnum eða fullorðnum, og er ætíð langvinsælasti reiðkennarinn, alltaf er fullbókað í kennslu henni og biðlistar hafa oft á tíðum myndast.

Árný er fyrirmynd bæði innan vallar og utan, metnaðarfull, hvetjandi og sanngjörn. Hæfileikarík, traust og með einstakt lag á því að mynda góð tengsl við nemendur sína. Mikil ánægja er með starf Árnýjar – hvort sem um ræðir nemendur hennar, foreldra/aðstandendur eða stjórnendum hjá hestamannafélaginu Spretti. Samskipti hennar og framkoma einkennast af kurteisi og virðingu, ætíð til staðar og hægt að leita ráða hjá henni. Árný Oddbjörg kenndi ungum keppnisknöpum Spretts, börnum og unglingum, í aðdraganda Landsmóts hesta- manna sem haldið var sl sumar en það er eitt stærsta mótið sem haldið er innan hestaíþróttarinnar.
Árný náði feikna góðum árangri með nemendur sína og má þar helst nefna að í barnaflokki á LM fóru þrír knapar áfram í milliriðla og ein fór alla leið í Aúrslit og endaði í 4.sæti.
Forsíðumynd: Hinrik Pálsson, þjálfari ársins 2024 ásamt Hrannari Braga Eyjólfssyni, formanni íþrótta- og tómstundaráðs Garðabæjar.