Þeir eru með öflugt lið en við líka

Stjarnan mætir Selfossi í átta liða úrslitum Olísdeildarinnar í kvöld kl. 20 í TM höllinni í Mýrinni í Garðabæ.

Reikna má með hörkuleik, en Stjarnan og Selfoss mættust tvívegis í deildinni í vetur og hafði Selfoss sigur í báðum leikjunum, munurinn var þó ekki mikill því Selfoss vann þá báða með einu marki.

Úrslitakeppnin í ár er með breyttu sniði en undanfarin og í stað þess að liðin þurfi að vinna tvö leiki til að komast í 4-liða úrslitin er aðeins leiknir tveir leikir, heima og að heiman, og ef liðin vinna sitthvorn leikinn þá mun markatalan ráð úrslitum.

Patrekur Jóhannesson, þjálfari Stjörnunnar, er nokkuð bjartsýnn fyrir leikina á móti Selfossi og verður áhugavert að fylgjast með hvort Stjörnumönnum takist í fyrsta skipti að komast í 4-liða úrslit, en liðið hefur ávallt fallið út í 8-liða úrslitum ef liðið hefur kominst í úrslitakeppnina frá því að hún var tekin upp á síðustu öld.

En hvernig leggst leikurinn í kvöld í Patrek? ,,Leikurinn leggst vel í mig, mínir leikmenn eru klárir.“

Spila við núverandi Íslandsmeistara

Hvernig meturðu möguleika ykkar á móti Selfossi? ,,Ég met þá 50/50 þrátt fyrir að við séum að spila við núverandi Íslandsmeistara. Þeir eru með öflugt lið en við erum einnig með gott lið og það skiptir engu máli hvernig leikirnir fóru í vetur á móti þeim. Deildarkeppnina var ein sú besta hjá Stjörnunni í mjög langan tíma, en nú er nýtt mót og við erum tilbúnir fyrir leikina á móti Selfossi.“

Og þetta er bara tveir leikir, hvernig líst þér á það fyrirkomulag? ,,Það er bara ágætis fyrirkomulag þó að ég hefði viljið hafa hefðbundna úrslitakeppni, en það var ekki gerlegt vegna tímaskorts.“ 

Planið að fá ekki á sig mark!

Er þetta þá ekki bara eins og í Evrópukeppninni í fótboltanum, planið að fá ekki á sig mark á heimavell? ,,Jú, er það ekki,“ segir Patrekur brosandi. ,,En það þarf líka að skora mörk, bæði í handbolta og fótbolta.“

Og ertu með þinn sterkasta hóp fyrir leik kvöldsins? ,,Ólafur Bjarki er meiddur og Arnar Máni, en þeir hafa ekki verið með í langan tíma svo þannig séð eru allir 100% klárir.“

Nu hefur Stjarnan aldrei komist afram i urslitakeppninni, aldrei upp úr 8 liða urslitum. Kominn timi til að breyta því? ,,Já,“ segir Patrekur í stuttu en ákveðnu svari. 

Skiptir öllu máli að hafa stuðning úr stúkunni

Og stuðningurinn skiptir máli, allir að mæta í TM höllina í Mýrinni í kvöld? ,,Það skiptir öllu máli að hafa stuðning úr stúkunni frá okkar fólki. Mikið vona ég að þessir frábæru leikmenn sem ég er með upplifi alvöru heimavallarstemmningu. Hvet alla til að mæta í kvöld og svo á Selfoss í seinni leiknum. Við þurfum stuðninginn,“ segir Patrekur að lokum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar