Þau sýna stuðning í verki

Fermingarbörnin í Garðabænum ætla 2.-6 nóvember að sýna náungakærleik í verki með því að ganga í hús í bæjarfélaginu sínu með innsiglaðan bauk frá Hjálparstarfi kirkjunnar og bjóða bæjarbúum að leggja starfinu lið með fjárframlagi.  Unga fólkið okkar hefur fengið fræðslu um Hjálparstarfið sem er bæði með aðstoð hér á landi og erlendis.   Þau verða tvö til fjögur saman í hópi og treysta á góðar mótttökur fullorðna fólksins.  Það er einfaldlega þannig að stuðningurinn fer í að aðstoða fólk sem býr við sárafátækt.   Það er gríðarlega mikilvægt að unga fólkið okkar fái tækifæri til að láta um sig muna og þau vita að það sem safnast fer í að bjarga mannslífum sem er undursamlegt.   Kærar þakkir fyrir að taka vel á móti þeim.

Fyrir hönd Vídalínskirkju
Henning Emil Magnússon og Jóna Hrönn Bolladóttir

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins