Það skiptir gríðarlegu miklu máli að taka virkan þátt í svona mikilvægu verkefni

Október hefur undanfarin ár verið mánuður Bleiku slaufunnar, sem er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Fjöldi fyrirtækja leggur sitt af mörkum til að styðja við átakið og eitt þeirra er Bpro og HH Simonsen á Íslandi, en fyrirtækin eru stoltir stuðningsaðilar herferðar Krabbameinsfélagsins gegn krabbameinum hjá konum.

Bpro er heildverslun með fagvörur fyrir hárgreiðslu- og snyrtistofur en heildverslunin er staðsett í Smiðsbúð 2 í Garðabæ.

Sérmerktur Wonder Brush hárbursti með Bleiku slaufunni

Erum heppin að eiga góða vini

Þetta er í annað sinn sem Bpro í samstarfi við HH Simonsen styðja við átakið og hjónin og eigendur Bpro, Baldur Rafn Gylfason og Sigrún Bender, voru spurð að því hvernig það hafi komið til að þau ákvaðu að styðja við Bleiku Slaufuna í ár? ,,Við erum heppin að eiga góða vini hjá HH Simonsen sem framleiða Wonder Brush sem eru til í að láta svona drauma verða að veruleika. Fyrir mig sem vinn í fagi þar sem konur eru í meirihluta og að reka fyrirtæki þar sem konur eru einnig í meirihluta skiptir það gríðarlegu miklu máli að taka virkan þátt í svona mikilvægu verkefni. Fyrir utan það að þetta málefni snertir okkur auðvitað öll, ekki bara konur. Svo skemmir auðvitað ekki fyrir að geta tekið þátt með jafn fallegri og góðri vöru og Wonder Brush er,” segir Baldur.

Allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins

Með hvaða hætti styðjið þið við verkefnið? ,,Við erum að selja mjög góða Wonder brush hárbursta frá HH Simonsen sem hafa heldur betur slegið í gegn hér á landi. Í tilefni af átakinu hefur nú verið framleiddur bleikur Wonder Brush sem er sérmerktur Bleiku Slaufunni. Burstinn er seldur um allt land og við erum sérstaklega stolt að geta sagt frá því að allur ágóði af sölunni rennur óskiptur til Krabbameinsfélagsins. Auk þess gefum við alla vinnu við hönnun, markaðssetn-ingu og dreifingu. Wonder Brush burstarnir frá HH Simonsen eru hannaðir til að fara vel með hárið og hársvörðinn, en þeir eru mjög sveigjanlegir og koma í veg fyrir að hárið brotni og endar klofni. Þetta er hárbursti sem ætti að vera til á öllum heimilum en hann hentar öllum hárgerðum og aldurshópum og hentar bæði til að greiða blautt og þurrt hár,“ segir Sigrún.

Baldur og Sigrún eigendur Bpro láta gott af sér leiða

Við þurfum að fá þjóðina með okkur í þetta

Og þið hafið stutt við Bleiku slaufuna áður? ,,Já, árið 2017 tókum við í Bpro og HH Simonsen á Íslandi einnig þátt í Bleikum október og söfnuðust þá rúmar þrjár milljónir sem voru nýttar í ráðgjafaþjónustu Krabbameinsfélagsins,“ segir Baldur og bætir við: „Við setjum markið jafn hátt í þetta sinn en þá segir það sig sjálft að við þurfum að fá þjóðina með okkur í þetta – allir að leggjast á eitt og styðja við Bleiku slaufuna.“

Og er það gefandi að geta tekið þátt í slíku átaki og látið gott af sér leiða? ,,Já, sérstaklega á þessum tímum sem við höfum verið að fara í gegn um undanfarið eina og hálfa árið. Við viljum standa saman og berjast saman og við finnum það sama frá okkar samstarfsaðilum og viðskiptavinum. Það er bara ótrúlega góð tilfinning að geta tekið þátt í svona mikilvægu verkefni,” segir Sigrún.

Á Bleika deginum, sem er föstudaginn 15. október, þá eru landsmenn hvattir til að bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa þar með skammdegið upp í bleikum ljóma. Þið ætlið væntanlega ekki að láta ykkar liggja eftir þar og sérstaklega ekki þú Baldur? ,,Við tökum að sjálfsögðu þátt í bleika deginum! Við munum öll dressa okkur í bleiku og verðum með bleikt föstudagskaffi og hvetjum alla til að gera slíkt hið sama,” segir hann.

Mamma vill líka ábyggilega einn

En það verður sannarlega hægt að slá tvær flugur í einu höggi með því að kaupa Wonder Brush hárburstann þ.e.a.s. að kaupa góðan og fallegan hárbursta og styðja í leiðinni við frábært átaksverkefni? ,,Já, Wonder Brush er sannarlega bursti sem ætti að vera til á öllum heimilum og því tilvalið að endurnýja burstann á heimilinu og láta gott af sér leiða í leiðinni. Um að gera að eiga líka einn auka í ræktartöskunni og svo vill mamma ábyggilega einn líka. Þeir vita nefnilega sem hafa prófað að þetta er lang besti hárburstinn,” segir Sigrún.

Fyrir áhugasama þá fæst Wonder Brush með bleiku slaufunni á sölustöðum HH Simonsen um land allt, á marcinbane.is og skinregimen.is og í netverslun Krabbameinsfélagsins.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar