Hulda HreinDal opnar sýninguna „Það gefur auga leið“ í Bókasafni Garðabæjar fimmtudaginn 05.05 klukkan 17:00. Hulda er listamaður maí-mánaðar á bókasafninu í samstarfi við Grósku, félag myndlistarmanna í Garðabæ. Sýningin verður opin á afgreiðslutíma bókasafnsins út mánuðinn. Sýningin samanstendur af verkum sem hafa verið í vinnslu í mörg ár, með hléum, og eru hugðarefni Huldu bæði álfarnir, huldufólk og hin alsjáandi augu.
Hulda hóf nám á myndlistarbraut Greenfaulds High árið 1974 og stundaði einnig um tíma nám í Glasgow school of art. Árið 1976 hélt hún sína fyrsta fyrstu einkasýningu í bókasafni Cumbernauld. Eftir útskrift fór Hulda til Dundee í Duncan of Jordanstone College of Art and Design.
„Fyrsta árið var almennt og mjög fjölbreytt en síðan valdi ég printed textiles, sem er mynsturhönnun fyrir fjöldaframleiðslu en ég valdi prjón sem hliðargrein,“ segir Hulda.Hulda flutti síðan heim Íslands eftir námið og í
apríl 1982 var hún með yfirlitssýningu á Kjarvalsstöðum á þeim verkum sem hún hafði verið að vinna að í Skotlandi. „Seinna meir fór ég að stunda málaralistina aftur, ég hef farið á fjölmjörg námskeið og í vinnustofuferðir tengdar listinni, tekið þátt í sýningum og gjörningjum og verið með einkasýningar bæði hér heima og erlendis“.
Í dag er Hulda með vinnustofu í Lyngási 7 í Garðabæ og hefur verið þar síðustu fjögur árin eða síðan hún þurfti að yfirgefa Dvergshúsið í Hafnarfirði, þegar það var rifið. Enn og aftur þarf hún að flytja vinnustofu sína fyrir 1. nóvember, þar sem á líka að rífa þetta hús.