Það er enginn pottur líkur Auganu

Það vakti athygli á dögunum þegar ungur og efnilegur Garðbæingur, Ari Steinn Kristjánsson, framkvæmdastjóri Heitirpottar.is, kom með nýja útfærslu af heitum rafmagnspotti, sem hann hannaði sjálfur og framleiddi fyrir verslunina Heitirpottar.is

Ari Steinn gekk í Hofsstaðaskóla og útskrifaðist úr Fjölbrautaskólanum í Garðabæ áður en hann hóf störf að fullu hjá fjölskyldufyrirtækinu, Heitirpottar.is. Hann lék handbolta með yngri flokkum Stjörnunnar, en lagði skóna á hilluna fyrir nokkru síðan. Ari hefur allt frá unga aldri fylgt og verið með föður sínum, Kristjáni Berg, í vinnunni hjá Heitirpottar.is og eytt töluverðum tíma að ferðast með honum um landið að selja potta. Svo áhuginn á heitum pottum er sjálfsprottinn að sjálfu sér.

Augað hannað fyrir fjölskyldu og vini

Heiti potturinn sem Ari Steinn hannaði hefur verið nefndur Augað, en hvernig kom þessi hugmynd og fallega hönnun til hans? ,,Í hönnunarferlinu fór potturinn fór að líkjast auga meira og meira. Ég ákvað að fara alla leið með þessa hugmynd og setti ljós fyrir miðju sem á að líkjast augasteini,“ segir Ari Steinn og heldur áfram: ,,Það er enginn pottur líkur Auganu í hönnun, ljós fyrir miðju, nuddstútar með lýsingu og snúningshjólum fyrir betri nuddupplifun, stílhreinn á yfirborði með engum hnöppum eða tökkum. Það eru þessir hlutir sem láta þessa hönnun skara fram úr annarri. Svo er potturinn hannaður fyrir fjölskylduna og vini, allir geta séð framan í hvorn annan sama hvar þeir sitja í pottinum. Það er því hægt að hafa skemmtilegar umræður í þessum potti þar sem allir eru með. Hornsætin eru upphækkuð og nýtast vel t.d. fyrir kælingu, sem barnasæti og fyrir öruggara aðgengi í og úr pottinum.“

Í hönnunarferlinu fór potturinn fór að líkjast auga meira og meira. Ég ákvað að fara alla leið með þessa hugmynd og setti ljós fyrir miðju sem á að líkjast augasteini segir Ari Steinn

Og hvernig hafa viðskiptavinir tekið Auganu? ,,Mjög vel. Potturinn er einn sá vinsælasti í dag og við höfum selt 3 gáma af þessum potti frá því í byrjun apríl,“ segir Ari, en það eru 12 pottar í einum gámi. ,,Við erum virkilega þakklátir fyrir svona góðar móttökur og ákveðið fagnaðarefni fyrir mig þar sem mikill tími og vinna var lögð í þessa hönnun.“

Var þetta skemmtilegt verkefni, að fá að hanna sjálfur sinn eigin heita pott sem er kominn í framleiðslu og ertu með fleiri hugmyndir á teikniborðinu?  ,,Já, heldur betur. Ég er búinn að vinna lengi í fyrirtækinu og þetta er eitt af stærstu verkefnunum mínum hér innandyra,“ segir hann, en þess má geta að Ari hannaði einnig nýju heimasíðu heitirpottar.is frá grunni og skapaði nýju hreinsiefnalínu; BÆNG hreinsiefni. ,,Það er rosalega gaman, krefjandi og gefandi að fá að taka þátt í atvinnulífinu á þessum skala, sérstaklega svona ungur. Ég er ævinlega þakklátur fyrir tækifærin sem þetta fjölskyldufyrirtæki hefur og er að veita mér,“ segir hann og hvað frekari hugmyndir varðar: ,,Það er fullt af hugmyndum sem maður gengur með í hausnum og nokkrar þeirra eru í vinnslu í dag. Það eru því spennandi tímar framundan, maður er bara rétt að byrja,“ segir hann og brosir.

Áhugi frá Bandaríkjunum og Hollandi

Hafið þið feðgar eitthvað velt fyrir ykkur að koma Auganu á erlendan markað? ,,Heldur betur og er sú vinna á grunnstig, en það hafa m.a. áhugasamir aðilar frá Bandaríkjunum áhuga að selja Augað þarlendis. Stærsti pottasalinn í Hollandi er einnig góður vinur okkar. Hann selur yfir 3.000 potta á ári og hefur sýnt Auganu mikinn áhuga.“

Vinnur um 12-14 klukkustundir á dag

En hvað svo með framhaldið, hvað gerir Ari Steinn fyrir utan vinnutímann, einhver tími fyrir áhugamál og eru handboltaskórnir alveg komnar upp á hillu? ,,Ég vinn um 12-14 klst. á dag og finnst það ekkert mál því eitt af því skemmtilegasta sem ég geri er að þjónusta viðskiptavini okkar og sjá þetta fyrirtæki vaxa og dafna enn frekar. Annars finnst mér gott að fara í ræktina, spila borðspil með vinum og ferðast. Handboltaskórnir er því miður alveg farnir á hilluna og ég sé ekki fram á að byrja aftur vegna meiðsla í hnjám.“

Tekur sumarfrí yfir vetrartímann

Og hvað ætlar svo Ari Steinn að gera í sumar annað en að stunda heitu pottana grimmt og vera í vinnunni? ,,Ég verð auðvitað að vinna í allt sumar enda brjálað að gera. Sumarfríið mitt er því á einhverjum tímapunkti á veturna,“ segir hann brosandi og bætir við: ,,Mér finnst algjör vitleysa hjá Íslendingum að vera ferðast til sólarlanda þegar það er hásumar á Íslandi. Sumarið á Íslandi er rosalega gott, maður á að nýta sér það og fara frekar í sólina yfir vetrartímann.“

Við erum pottaóð þjóð og þetta ár stefnir bæði í risastórt potta- og saunaár segir Ari Steinn

Við erum pottaóð þjóð og erum að fatta saunu!

Og sumarið er nýdottið inn, hvað segir framkvæmdastjórinn, verður þetta enn eitt potta sumarið – munu Íslendingar halda áfram að kaupa heita potta eins og enginn sé morgundagurinn? ,,Við erum pottaóð þjóð, en þetta ár stefnir bæði risastórt í potta- og saunaár. Maður heldur alltaf að þessi markaður sé að mettast en svo er bara alls ekki raunin. Það er mikil uppbygging á Íslandi og fólk vill fá sinn heitapott eða saunu, sem hafa einnig slegið í gegn enda er árið 2024 eiginlega þegar orðið þekkt sem ,,Saunaárið“ mikla,“ segir Ari Steinn sem er bjartsýnn fyrir árið og næsta ár sem þeir feðgar eru þegar farnir að undirbúa: ,,Ég sé fram að 2025 verði tvöfalt stærra í sauna en þetta ár. Íslenski markaðurinn er varla búinn að snerta á saunabransanum, við höfum verið mjög lengi að uppgötva þessa gæðavöru sem saunan er. Undirbúningur fyrir árið 2025 er því hafinn, bæði fyrir potta og sauna.“

Og Ari Steinn er ekkert smeykur við að sauna taki við af heitu pottunum? ,,Nei, alls ekki. Pottasalan verður ávallt til staðar, mismikið milli ára þó, en alltaf góð. Við höfum tekið eftir því að viðskiptavinir okkar eru töluvert að uppfæra pottana sína, fara í betri potta.  Til dæmis hefur salan á saltvatnspottum aukist um 300% á síðastliðnum 2 árum, en við seljum háþróuðustu saltvatnspotta í heimi frá Arctic Spas. Eftirspurnin á þeim pottum hefur skotist upp um allan heim, ekki bara hjá okkur. Fólk er að leita að góðum fjárfestingum þegar kemur að heitum pottum og saunum og leitar til okkar. Við erum þakklátir fyrir það,“ segir þessi ungi og hugmyndaríki framkvæmdastjóri að lokum.

Augað er öflugur rafmagnspottur með fullt af skemmtilegum tæknibúnaði!

HREINSIKERFI:

  1. Öflugur Ozone hreinsibúnaður sem hjálpar við betri vatnsgæði. (bakteríudrepandi)
  2. Síukerfið er háþróað og sían er alveg viðhaldsfrí, sían er 50x þéttari en hefðbundnar pappasíur. Tekur allt jukkið úr vatninu!

ÞÆGINDI:

  1. Snertiskjár fyrir auðvelda stýringu, hægt að stilla hita, ljós, nuddbúnað, barnalæsingu og margt fleira.
  2. Innbyggt hljóðkerfi með bassaboxi sem tengist með Bluetooth. 
  3. Tveir hitarar, heldur hita afskaplega vel. 6.0kW.
  4. Skipta um vatn á 3 mánaða fresti, fyllt er á pottinn með garðslöngu.
  5. 100% múshelltur.

REKSTRARKOSTNAÐUR:
Tvöfalt einangraður og með snjöllum hiturum, sem þýðir að þeir fara bara í gang eftir þörfum. Einangrunin er svo góð að hitararnir fara sjaldan í gang og þar af leiðir til meiri sparnaði á rafmagnskostnaði. Augað er frábær fjárfesting til lengri tíma.

ENDINGARTÍMI:
Byggður úr endingargóðum efnum. Skelin er gerð úr trefjagleri, sem er það sama efni og bátar eru gerðir úr. Trefjagler er ofursterkt efni sem þolir hita afskaplega vel og mótast ekki með tímanum.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar