Það býr mikið í þessu liði og við hlökkum til að sýna það

Besta deild karla er að hefjast mánudaginn 10. apríl nk. með heilli umferð, en Stjarnan fær bikarmeistara Víkings í heimsókn á Samsung-völlinn og hefst leikurinn kl. 19:15.

Garðapósturinn tók stöðuna á reynsluboltanum Daníel Laxdal og byrjaði á því að spyrja hann hvernig honum litist á komandi sumar fyrir hönd Stjörnunnar? ,,Bara mjög vel. Allir spenntir að mótið sé loksins að fara að byrja og er viss um að öll vinnan sem við lögðum á okkur i vetur muni skila sér i sumar,” segir Danni.

Vorum smá svekktir með tímabilið í fyrra

Hvernig meturðu árangur ykkar í fyrra, enduðu í fimmta sæti eftir úrslitakeppnina og töluvert frá Evrópusæti. Var þetta vonbrigðartímabil eða voru menn sáttir við árangurinn, enda höfðu orðið miklar breytingar á liðinu fyrir mót og mikið að ungum strákum að fá tækifæri? ,,Ég held að við höfum allir verið smá svekktir með tímabilið i fyrra og hvar við enduðum. Þetta var smá sveiflukennt tímabil. Gátum valtað yfir andstæðinginn i einum leik og svo verið hræðilegir i næsta. En sem betur fer getum við lært af þessu og bætt þetta fyrir næsta tímabil. Ungu strákarnir eru geggjaðir og eru núna komnir með meiri reynslu og verða klárlega mikilvægir fyrir okkur í sumar.”

Verðum allavega í toppformi

Ertu sáttur með hvernig liðinu hefur gengið á undibúningstímabilinu og er búið að slípa liðið fyrir fyrsta leik í Bestu deildinni? ,,Þetta hefur verið ágætt undirbúningstímabil. Verðum allaveganna i toppformi þegar mótið byrjar. Áttum góða æfingaferð sem við náðum að æfa vel og fórum vel yfir hluti sem við þurftum að bæta.”

Fókusin á hvernig við tökum næsta skref sem lið

En hver eru svo markmið Stjörnunnar fyrir komandi tímabil og ætla menn að koma sér í evrópuævintýri að nýju? ,,Við erum minna að fókusa á sæti og meira á hvernig við tökum næsta skref sem lið. Það býr mikið í þessu liði og við hlökkum til að sýna það.”

Og fyrstu leikur verður alvöru slagur við Víking á Samsung-vellinum, hvernig líst þér á þá rimmu? ,,Þessir leikir hafa oft verið mjög fjörugir, bæði lið vilja sækja mikið og kraftmikinn sóknarbolta. Alltaf gaman að byrja tímabilið á alvöru leik.”

Vissulega eru allir leikir erfiðir í Bestu deildinni, en þið eruð engu að síðu að fá mjög erfiða leikjadagskrá í fyrstu fimm umferðunum, Víkingur (heima), FH (úti), HK (heima), Val (úti) ogÍslandsmeistara Breiðablik (heima). Hvernig líst þér á þessa byrjun? ,,Já við fáum hörkuleiki i byrjun móts og það er eins gott að við mætum með hausinn rétt skrúfaðan á og tilbunir í að gefa allt í þetta frá byrjun.”

Hvað svo með Daníel Laxdal sjálfan, er hann búinn að vera heill heilsu í vetur og tilbúinn í Bestu deildina? ,,Ég er búinn að vera mest megnis með á undirbúnings tímabilinu. Bara einhver smávægileg meisli sem hafa komið upp en verð 100% fyrir mót.”

Og skrokkurinn hefur aldrei verið betri þrátt fyrir árin 37 eða hvað? ,,Haha hann virkar allaveganna ennþá þó hann verði stundum þreyttur,” segir hann brosandi.

Fáum að heyra það ef við erum að ,,chilla á bumbunni”

En er ekki fínt að vera með ungu strákana í Stjörnunni þarna hlaupandi í kringum sig? ,,Jú, það er geggjað að vera með þessa ,,young bloods” í liðinu. Þvilikur metnaður og allir leggja sig 100% fram. Láta oft gömlu heyra það ef við erum “að chilla á bumbunni” eins og þeir kalla það. Get ekki sett neitt útá þá nema kannski tónlistarsmekkinn þeirra.”

Nú hefur mikið af ungum uppeldum Stjörnustrákum fengið tækifæri með liðinu, bæði á undirbúingstímabilinu og í Bestu deildinni í fyrra – eigum við von á því á næstu 2-3 árum að fara að blanda okkur aftur í baráttuna um Íslandsmeistaratitilinn? ,,Það er svo gaman að fá að spila með þessum strák- um og fá að fylgjast með hvað þeir hafa bætt sig mikið bara á þessum stuttu tíma og ég held reyndar að þeir muni flestir ef ekki allir enda út i atvinnumennskunni.”

Og þú vonast eftir góðum stuðning í sumar og bæjarbúar fjölmenni á völl-inn? ,,Ég held það sé mikil spenna fyrir sumrinu hjá bæði leikmönnum og stuðningsmönnum. Vona að það myndist alvöru stemmning á Samsung því það hjálpar okkur inná vellinum. Gerum þetta að geggjuðu sumri,” segir reynsluboltinn Daníel Laxdal.

Mynd: Danni Laxdal hefur leikið frábærlega með Stjörnunni allt frá því að hann lék sinn fyrsta meistaraflokksleik með félaginu árið 2004, þá 18 ára, en Danni er 37 ára í dag og meistaraflokkferillin spannar því 20 ár.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar