Sýningin Heimilistextíll opnar í Hönnunarsafni Íslands föstudaginn 8. nóvember.
Í vetur hafa verið haldnar fjórar sýningar í Hönnunarsafn Íslands í samstarfi við Textílfélagið í tengslum við 50 ára afmæli félagsins. Þetta eru sýningarnar Skart, Strá og greinar, Ull og sýningin Servíettur. Föstudaginn 8. nóvember kl. 17:00 opnar síðast sýningin í þessari sýningarröð undir yfirskriftinni Heimilistextíll.
Hönnuðirnir sem eiga verk á sýningunni eru Guðrún Kolbeinsdóttir, Brynhildur Þórðardóttir og Benthina Elverdam Nielsen.
Textíll er mikilvægur hluti af heimilinu og gegnir ýmsum hlutverkum til dæmis sem áklæði, dúkar, teppi, servíettur, viskastykki og svo mætti lengi telja. Þetta er síðasta sýningin í sýningarröðinni sem haldin er á Pallinum, litlu sýningarrými inn af safnbúðinni. Öll hjartalega velkomin á opnunina.
Ljósmyndir af sýningum: Studíó Fræ. Ljósmyndir úr opnun á sýningunni Strá og greinar: Sigga Ella