Tæp 1,5 milljón til stjórnmálaflokka

Bæjarráð Garðabæjar hefur samþykkt eftirfarandi skiptingu á greiðslu til stjórnmálasamtaka samkvæmt fjárhagsáætlun 2022.

Sjálfstæðisflokkurinn fær kr. 932.920, Garðabæjarlistinn fær kr. 423.189 og Miðflokkurinn kr. 102.224. Samtals fá því flokkarnir þrír kr. 1.458.333, en eins og flestum er kunnugt um fara sveitarstjórnarkosn-ingar fram 12. maí nk.

Fyrir liggja gögn til staðfestingar á að ofangreind stjórnmálasamtök hafa sinnt upplýsingaskyldu sinni gagnvart Ríkisendurskoðun samkvæmt 5. gr. a. laga nr. 162/2006 um starfsemi stjórnmálasamtaka.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar