Í þessari viku verða allar plast- og pappatunnar tæmdar, í öllu bæjarfélaginu.
Innleiðing á nýju flokkunarkerfi fyrir sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu er enn í gangi en Garðabær hefur lokið við dreifingu á nýjum tunnum. Nú er fjórum úrgangsflokkum safnað við hvert heimili.
Nýja kerfið byggir á lögum sem tóku gildi fyrr á þessu ári og fela í sér betri meðhöndlun á úrgangi en hætta þarf að urða lífrænan úrgang.
Innleiðingin hefur gengið ágætlega í Garðabæ og fá íbúar þakkir fyrir að sýna þeim hnökrum sem upp hafa komið skilning.
Í þessari viku verða allar plast og pappatunnar tæmdar, í öllu bæjarfélaginu.
Einnig er til skoðunar að auka tíðni á losun á plasti og pappír í Garðabæ, nánari upplýsingar um það verða veittar síðar. Vakin er athygli á að hægt er að fara á grenndarstöðvar í bænum (sjá mynd hér fyrir neðan) og móttökustöðvar Sorpu á höfuðborgarsvæðinu.