Sveinbjarnarstígur vígður af forseta Íslands

Þann 21. júní sl. vígði forseti Íslands formlega nýjan útivistarstíg meðfram heimreiðinni að Bessastöðum, að forsetafrú viðstaddri.

Viðburðinn sóttu einnig Gunnar Einarsson bæjarstjóri Garðabæjar, ásamt bæjarfulltrúum og embættismönnum, auk fulltrúa þeirra sem unnu að hönnun og gerð stígsins, Hornsteina, Loftorku, VSÓ og Verkís. Þá voru félagar úr Skokkhópi Álftaness með í för og tóku þeir stíginn formlega í notkun með því að hlaupa hann fram og til baka ásamt forseta. Stígurinn auðveldar fólki að ganga, hlaupa eða hjóla að Bessastöðum og Bessastaðanesi og eykur öryggi slíkra vegfarenda. Stígurinn hefur fengið nafnið Sveinbjarnarstígur og er kenndur við Sveinbjörn Egilsson, skáldið og þýðandann góðkunna og kennara við Bessastaðaskóla á fyrri hluta nítjándu aldar. Hann bjó að Eyvindarstöðum á Álftanesi og gekk þaðan til Bessastaða svipaða leið og stígurinn liggur nú um og var sá vegur oft illur yfirferðar.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins