Svanhildur er nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs Garðabæjar

Svanhildur Þengilsdóttir hefur verið ráðin nýr sviðsstjóri fjölskyldusviðs Garðabæjar.

Alls bárust 14 umsóknir um starfið. Farið var yfir allar umsóknir og lagt mat á umsækjendur út frá þeim menntunar- og hæfniskröfum sem tilgreindar voru í auglýsingu. Á fundi bæjarstjórnar Garðabæjar 18. mars sl. var samþykkt tillaga bæjarstjóra um að ráða Svanhildi Þengilsdóttur í umrætt starf.
Svanhildur er með B.Sc. í hjúkrunarfræði frá Háskóla Íslands og B.Sc. í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík. Svanhildur býr yfir víðtækri rekstrar- og stjórnunarreynslu og fjölbreyttri starfsreynslu á sviði heilbrigðis – og velferðarþjónustu, hún hefur frá árinu 2019 gegnt starfi forstöðumanns stuðnings- og öldrunarþjónustu Garðabæjar.

Svanhildur gegndi starfi svæðisstjóra Heilsugæslu Mosfellsumdæmis á árunum 2016-2019 og var yfirmaður þjónustu- og ráðgjafadeildar aldraðra í Kópavogi frá 2004-2016. Áður starfaði hún við fjöl-breytt verkefni innan Rauða kross Íslands, í öldrunarþjónustu hjá Múlabæ og hjá Landspítala Háskólasjúkrahúsi við Hringbraut.

Svanhildur tók við starfi sviðsstjóra fjölskyldusviðs Garðabæjar þann 1. apríl sl.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins