Í mars munu nemendur í 3. og 4. bekk taka þátt í skemmtilegu verkefni á Hönnunarsafni Íslands en verkefninu lýkur með sýningu á Barnamenningarhátíð.
Það er safnfræðingurinn Þóra Sigurbjörnsdóttir sem tekur á móti hópum í fræðslu og skemmtilegt spjall um sundmenningu Íslendinga á sýningunni Sund. Að lokinni yfirferð um sýninguna fara nemendur í Smiðjuna þar sem hver bekkur fær að skapa sína eigin sundlaug með fólki og fjöri líkt og myndin ber með sér en það var Rán Flygenring sem mótaði hugmyndina ásamt Þóru. Það verður án efa gaman að sjá afraksturinn á
Barnamenningarhátíð í Garðabæ sem haldin verður 4. – 9. apríl en það voru 3. bekkingar Sjálandsskóla sem gerðu þessa frábæru sundlaug á myndinni.