Sumarpartý í Apríl og ný skartgripalína kynnt

Það verður sannkallað sumarfjör í versluninni Apríl á Garðatorgi á morgun, fimmtudag á milli kl. 17-20, en þá ætlar Tinna Rún Davíðsdóttir og samstarfsfólk hennar að bjóða í létt sumarpartý og tilefnið er að Tinna var að hann nýja skartgripalínu með skartgripamerki sem að heitir Mjöll sem hún ætlar að kynna.

,,Já, við ætlum að kynna glænýja samstarfslínu með Mjöll. Línan heitir Frida, en við höfum verið að vinna að henni í tæp 2 ár inn á milli meðgangna og barneigna,“ segir Tinna brosandi, en Tinna og Frida tvinna þarna saman stílhreina og tímalausu skartgripahönnunina frá Mjöll við textíl nálgun frá Tinnu og er innblásturinn framhald af útskriftarverkefni Tinnu í textílhönnun. Frida Kahlo er þar í aðalhlutverki og kemur litapallettan m.a úr málverkunum hennar. Tinna vinnur með afgangs textíl og vill minna þannig á sjálfbærni í textíl og huga að umhverfinu.

Fyrstu 30 sem að versla skartgripi frá Mjöll fá veglegan gjafapoka. Það verða ýmis tilboð, léttar veitingar, drykkir og mikið stuð í sumarpartý verslunar Apríl á Garðatorgi á morgun, fimmtudag 9. júní milli kl. 17 og 20.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar