Sumrinu var heldur betur startað í skartgripaversluninni, bylovisa, í dásamlegu veðri í júnímánuði með góðu sumarpartýi í versluninni að í Vinastræti í Urriðaholtinu.
Dj Ragga Hólm hélt uppi stemningunni, glæsilegar veitingar voru á boðstólnum, allir sem mættu gátu skráð sig í happdrætti og var 20 % af öllu nema 14kt gulli. Mætingin fór langt fram úr væntingum og var partýtjöldum komið upp fyrir utan verslunina.
Gullsmiðurinn og eigandi bylovisa, Lovísa hefur starfað sem gullsmiður allt frá útskrift úr Tækniskólanum árið 2007 með meistaragráðu í gull og silfursmíði. Allt frá barnæsku hefur Lovísa elskað ýmsar skapandi greinar og snemma ljóst að listaleiðin væri hennar braut í lífinu. Eftir nokkuð mörg ár á gullsmíðaverkstæði og síðar í rekstri á heildsölu fyrir gullsmiði hóf hún rekstur undir eigin vörumerki árið 2013.
Fyrsta verslunin var lítil kósý verslun í bílskúrnum á Garðaflötinni í Garðabæ en árið 2021 flutti starfsemin öll í eigin húsnæði í Vinastrætið í Urriðaholti í Garðabæ. Þar sameinast stór og falleg verslun bylovisu með vel útbúnu verk-stæði þar sem skartgripirnir eru framleiddir og þjónustaðir.
Lovisa sækir áhrif sín mest úr hversdagslífinu þar sem tvinnast saman sígild hönnun og nýjustu straumar. Litir, hráefni og form hafa ávallt hrærst mikið í höfði hennar sem setur mark sitt á hinar fjölbreyttu skartgipalínur sem hún hannar og smíðar.
Nú er bara um að gera að koma við hjá Lovísu í fallegri verslun hennar í Vinastræti.