Styrkir veittir úr Hvatningarsjóði ungra hönnuða og listamanna

Er bæjarlistamaður Garðabæjar, Hans Jóhannsson fiðlusmíðameistarinn var útnefndur við hátíðlega athöfn í Sveinatungu sl. föstudag voru veittir styrkir úr Hvatningarsjóði ungra hönnuða og listamanna, en styrki til fjölbreyttra verkefna hlutu Þórey María Kolbeins klarinettuleikari, Daníel Kári Jónsson hornleikari, Thema Rut Haraldsdóttir grafískur hönnuður og ljósmyndari og tónlistarmennirnir Hrannar Máni Ólafsson, Kolbrún Óskarsdóttir og Soffía Petra Poulsen.

Við athöfnina lék Þórey María Kolbeins ásamt systur sinni Helgu Sigríði Kolbeins á píanó.

Þórey María Kolbeins klarinettuleikari sem tók við styrk úr Hvatningarsjóði. Hér er hún ásamt systur sinni sem lék með henni á píanó við athöfnina.
Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Máni Ólafsson tóku við styrk úr Hvatningarsjóði

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar

Vefkökur og persónuvernd

Vefur kgp.is notast við vefkökur í þeim tilgangi að veita þér sem bestu upplifun þegar þú heimsækir okkur á vefnum.  Vefkökurnar eru vistaðar í vafranum þínum og þjóna m.a. þeim tilgangi að kerfið "þekkir þig" þegar þú kemur aftur á vefinn okkar.  Þannig þarftu t.d. ekki að fara aftur í gegnum samþykktarferlið fyrir vefkökur, ert ekki spurð(ur) aftur og aftur hvort þú vilt skrá þig á póstlista eða um aðra virkni sem þú hefur annað hvort samþykkt eða hafnað í fyrri heimsóknum o.fl. o.fl.

Þú getur stillt vefkökurnar hér til vinstri.

Með kærri kveðju,
Starfsfólk KGP.is vefsins