Styrkir veittir úr Hvatningarsjóði ungra hönnuða og listamanna

Er bæjarlistamaður Garðabæjar, Hans Jóhannsson fiðlusmíðameistarinn var útnefndur við hátíðlega athöfn í Sveinatungu sl. föstudag voru veittir styrkir úr Hvatningarsjóði ungra hönnuða og listamanna, en styrki til fjölbreyttra verkefna hlutu Þórey María Kolbeins klarinettuleikari, Daníel Kári Jónsson hornleikari, Thema Rut Haraldsdóttir grafískur hönnuður og ljósmyndari og tónlistarmennirnir Hrannar Máni Ólafsson, Kolbrún Óskarsdóttir og Soffía Petra Poulsen.

Við athöfnina lék Þórey María Kolbeins ásamt systur sinni Helgu Sigríði Kolbeins á píanó.

Þórey María Kolbeins klarinettuleikari sem tók við styrk úr Hvatningarsjóði. Hér er hún ásamt systur sinni sem lék með henni á píanó við athöfnina.
Kolbrún Óskarsdóttir og Hrannar Máni Ólafsson tóku við styrk úr Hvatningarsjóði

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar