Sumarstarfið í safninu hefst með spennandi stuttmyndasmiðju í Bókasafni Garðabæjar. Námskeiðið verður haldið dagana 14, 15, 16 og 18 júní frá klukkan 9 til 12.
Stuttmyndasmiðjan Akjón er miðuð við krakka á aldrinum 9-13 ára. Farið verður yfir alla þætti þess að búa til stuttmyndir; allt frá hugmyndavinnu til hljóðvinnslu. Krakkarnir munu skrifa stutt handrit sem þau taka upp og vinna í smiðjunni. Í lok námskeiðsins verður afrakstur vinnunnar frumsýndur og rýnt í ferlið. Krakkarnir vinna á ipada sem verða til reiðu á safninu.
Kennari er Gunnar Örn Arnórsson sem er útskrifaður úr Kvikmyndaskóla Íslands af leikstjórnar og handritsbraut. Hann hefur komið að gerð fjölda stuttmynda sem leikstjóri, handritshöfundur, framleiðandi og leikari og kennt á námskeiðum fyrir börn.
Takmarkað pláss er á námskeiðið sem kostar 7.000 kónur. Skráning á vef og Facebooksíðu safnsins.
Á myndinni er Gunnar örn Arnórsson