Stúdíó Allsber í vinnustofudvöl í Hönnunarsafni

Þann 11. janúar tóku þrír ungir vöruhönnuðir yfir vinnustofu Hönnunarsafnsins sem staðsett er í anddyri safnsins. Hópurinn samanstendur af þeim Agnesi Freyju Björnsdóttur, Silvíu Sif Ólafsdóttur og Sylvíu Dröfn Jónsdóttur sem saman mynda Stúdíó Allsber. Þær vinna með leir og húmor og leikgleði einkennir þeirra vörur sem eflaust verður gaman að fylgjast með verða til í vinnu-stofunni.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar