Stórkostleg nemendasýning í Tónlistarskóla Garðabæjar

Söngdeild Tónlistarskóla Garðabæjar sýndi stytta útgáfu af óperunni Töfraflautan eftir Mozart dagana 6. og 8. febrúar í sal skólans. Söngvararnir þrettán stóðu sig allir með stakri prýði í söng og leik en leikstjóri var Örvar Már Kristinsson. Húsfyllir var á frumsýningu og gestir himinlifandi með frammistöðu söngvaranna. Með hlutverk Tamino prins fór Björn Ari Örvarsson og Paminu söng Bryndís Ásta Magnúsdóttir. Næturdrottningin var Tinna Margrét Hrafnkelsdóttir og Sarastro Viðar Janus Helgason. Papageno túlkaði Guðmundur Tómas Magnússon og Papagenu Sólveig Jónsdóttir. Dömurnar þrjár voru þær Guðrún Ágústa Gunnarsdóttir, Margrét Anna Friðbjarnardóttir og Svandís Rafnsdóttir. Drengina þrjá túlkuðu Ragnheiður Ásta Magnúsdóttir, Jóhanna Steinþórsdóttir og Sólveig Jónsdóttir og Monostatos var Matthías Helgi Sigurðsson. Sögumaður var Einar Örn Magnússon en meðleikari var Guðrún Dalía Salomónsdóttir.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar