Stórefnilegt danspar og miklir grallarar

Eden Ólafsson og Freyja Örk Sigurðardóttir eru miklir vinir og stórefnilegir dansarar, sem búsett eru í Garðabæ, en þau hafa dansað saman í eitt og hálft ár með frábærum árangri hérlendis og erlendis.

Bikarmeistarar í flokki unglinga

Þauð náðu sínum albesta árangri um þar síðustu helgi þegar þau voru krýndir bikarmeistarar í flokki unglinga 1 Latin auk þess sem þau fengu silfurverðlaun í Ballroom dönsum. Frábær árangur hjá þeim en þau eru gríðarlega flottir og efnilegir dansarar sem ætla sér langt enda bæði með mikinn metnað fyrir dansinum.

Á efsta þrepi! Eden og og Freyja voru krýndir bikarmeistarar í flokki unglinga 1 Latin auk þess sem þau fengu silfurverðlaun í Ballroom dönsum

Eru í Hofsstaðaskóla og æfa fótbolta með Stjörnunni

Eden og Freyja hafa verið bekkjarfélagar í Hofsstaðaskóla undanfarin ár en þau byrja í Garðaskóla í haust. Þau æfa líka fótbolta með Stjörnunni.

Þau eru bæði í sama bekk í Hofsstaðaskóla og eyða því lunga úr deginum saman við lærdóm og æfingar. Þau stundu bæði fótbolta með Stjörnunni svo það er mikið að gera hja þessum flottu krökkum og upprennandi íþróttastjörnum. Þau verða 13 ára í sumar og fara í Garðaskóla í haust. Þau stefna á frekari keppnir erlendis ef Covid leyfir og ætla að vera dugleg að æfa í allt sumar með það að leiðarljósi að æfingin skapar meistarann.

Þess má geta að þau halda einnig út Instagram síðu @Edenandfreyja þar sem má fylgjast með hvað þau eru að bralla hverju sinni . Þau eru smá grallarar í eðli sínu og eru dugleg að setja allskonar video og annað inn á Instagramsíðuna. Þetta unga og efnilega danspar eru flottar fyrirmyndir og hafa skýr framtíðarsýn.

Nýjustu greinarnar

Tengdar greinar